26.6.2007 | 15:45
Berglind
Eitthvað eru þeir sofandi á mbl.is í dag. Ég átti von á að sjá hérna frétt um hana Berglindi dóttur mín en það bólar ekkert á henni, svo ég skrifa hana bara sjálfur.
Í dag eru nefnilega 21 ár síðan hún kom í heiminn. Lítil og hálf ræfilsleg og blesótt í ofanálag. Ekki man ég hvað hún var þung, enda er notuð einhver mælieining sem ekki er notuð á Íslandi nema við þetta tækifæri og finnst mér það algjör sóun á leggja það á minnið. En hvað um það.
Það er með ólíkindum hvað þetta hefur liðið hratt, þetta 21na ár og Skotta, eins og hún hefur verið kölluð í langan tíma, hefur breyst úr þessari litlu ræfilslegu hnátu í myndarlega stúlku, sem hann Halli eyrbekkingur var svo heppinn að næla í.
Það er margt skemmtilegt og eftirminnilegt sem kemur upp i hugan á manni við svona tækifæri og einar af eftirminnilegustu stundunum sem við áttum saman, þegar hún var yngri, var þegar ég las fyrir hana fyrir svefninn. Uppáhaldssagan hennar var ævintýrið um Þyrnirós og þó að hún væri ekki búin að læra að lesa þá kunni hún söguna utanað og ef ég dottaði við lesturinn eða ruglaðist eitthvað þá leiðrétti hún mig alltaf og jafnvel ef ég notaði ekki rétta rödd fyrir persónurnar þá var hún fljót að leiðrétta mig. Þetta eru ógelymanlegar stundir og ég hvet alla foreldra að lesa fyrir grislingana sína.
Þannig var nú það. Hafðu það sem allra best í dag Berglind mín og í framtíðinni.
ÞAF
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.