15.6.2007 | 14:45
Syndaaflausn.............................................
Einu sinni seldi kirkjan flísar til fáfróðra og með kaupunum átti viðkomandi að sleppa við vist í helvíti eftir dvölina á jörðinni. Núna bjóða flugfélögin og aðrar stofnanir og fyrirtæki upp á nýtísku syndaaflausn og hún felst í þessu bulli sem er KOLEFNISJÖFNUN. Svo eru til millar sem slá um sig og þeysast heimshorna( á kúlulaga hnetti) á milli, á einkaþotum sínum og tilkynna hróðugir að þeir kolefnisjafna sín ferðalög. Þetta er einhver alvitlausasta bóla sem hefur komið upp síðustu ár. Hún er í rauninni arfavitlaus. Hver ætlar að fylgjast með því að þessi peningur fari í það að kaupa plöntur og hver ætlar að fylgjast með því að sá sem kaupir þær reyni ekki að finna það allra ódýrasta og smeygja síðan einhverju lítilræði undan. Ef fólk fær eitthvað samviskubit yfir því að ferðast með flugvélum þá á það bara að fara í bló..... eða gar..... og kaupa sér hríslur og stinga þeim niður og öðlast þar með vist á himnum.
Allavega þá er þetta mín skoðun og getur alveg verið arfavitlaus.
Sól og blíða
Iceland Express býður farþegum að kolefnisjafna ferðir sínar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.